Sviðslistahópurinn Óður neitar að geyma óperur í glerkössum. Þau vilja miklu frekar taka þær upp, hrista af þeim rykið og leika sér að þeim, pota í óskrifaðar reglur og skemmta sér og öðrum.
Markmið Óðs er að útrýma þeim háa þröskuldi sem almennir áhorfendur upplifa við að horfa á óperur. Þau trúa á nálægð við áhorfendur og einlæga túlkun á tungumáli sem áhorfendur skilja.
Allar sýningar Óðs eru því á íslensku. Hópurinn einsetur sér að setja upp smærri sýningar með húmor að leiðarljósi og útkoman er skemmtun sem allir geta notið og haft gaman að.
Leikstjóri
Sópransöngkona og þýðandi
Tenórsöngvari og formaður Óðs
barítónsöngvari
bassasöngvari
Tónlistarstjóri
“Þessi sýning er fjörug og full af lífi, og góð skemmtun, líka fyrir fólk sem ekki þekkir vel til óperumenningar.”
RÚV
Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.
+354 551-1200
odur@odur.is