Ragnar Pétur Jóhannsson

Meðstjórnandi
bassi

Ragnar Pétur Jóhannsson

Ragnar Pétur Jóhannsson bassasöngvari hefur komið fram í fjölda sýninga síðan að hann lauk námi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann lék í tveimur uppsetningum með stúdentaleikhúsinu, Öskufall undir leikstjórn Tryggva Gunnarssonar og Meinvillt unnið upp úr Saved eftir Edward Bell undir leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar.

Hann söng í þremur óperum eftir Þórunn Guðmundsdóttur þegar hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 2014 – 2017. Árið 2018 söng hann í djassóperunni „Trouble in Tahiti“ eftir Leonard Bernstein undir leikstjórn Pálínu Jónsdóttur. 

Árið 2021 söng hann í Óperunni Fuglabjargið eftir Birni Jón Sigurðsson undir leikstjórn Hallveigar Eiríksdóttur í Borgarleikhúsinu. Hann söng hlutverk Dulcamara í Ástardrykknum eftir Donizetti sem frumsýndur var í Þjóðleikhúsinu haustið 2021. Nú syngur hann hlutverk Don Pasquale í samnefndri óperu árið 2023.