Frumsýning 1. desember 2024 í
Sjálfstæðissalnum við Austurvöll
!Fyrsti hluti sögunnar um Figaro, Almaviva, Rosinu og Bartolo er í meðförum Rossinis ein ástsælasta gamanópera sögunnar. Reyndustu fræðingar um óperuna mega þó búast við ýmsu óvæntu í þessu nýjasta útspili Óðs, þar sem rakarakvartett, rússneskir rógberar og önnur stef á villigötum koma við sögu.
Sjálfstæðissalurinn við Austurvöll breytist í spænskt hefðarsetur skúrksins Bartolo rétt í tæka tíð fyrir jólin, svo fólk getur sparað sér flugfarið út í heitu löndin. Tryggðu þér miða í tæka tíð!
“Venjuleg óperuuppfærsla getur ekki boðið upp á aðra eins nálægð og maður upplifði hér […] Útkoman var hreint út sagt ógleymanleg skemmtun.“
Fréttablaðið
+354 615-4545
+354 849-4566
odur@odur.is