Don Pasquale

Don Pasquale er saga af átökum ungu kynslóðarinnar við íhaldssamar hugmyndir þeirrar eldri.
 
Don Pasquale er gamall, ríkur karl sem vill stjórna tilhugalífi ungs frænda síns og hótar að gera hann arflausan ef hann gifti sig ekki eftir fyrirmælum hans. Ungi frændinn, Ernesto, er hins vegar yfir sig ástfanginn af Norinu en hún er fátæk og nýtur því ekki samþykkis Don Pasquale. 
 
Læknir Donsins sér aumur á unga parinu og leggur á ráðin með Norinu um að plata gamla karlinn til þess að leyfa þeim að giftast. Í sönnum óperustíl dulbýr Norina sig sem unga og óreynda stelpu og spilar á hallærislega gamaldags hugmyndir gamla mannsins um konur. Hún heillar hann upp úr skónum og Don Pasquale giftist henni í gervibrúðkaupi sem Norina og Malatesta setja á svið. 
 
Hann vaknar þó fljótlega upp við vondan draum, þar sem Norina reynist sannarlega hafa bein í nefinu þegar hún er flutt inn, og reynir Don Pasquale allt hvað hann getur til að losna aftur við konuna úr lífi sínu.
 
Verkið var frumsýnt 11. febrúar 2023 og hægt er að tryggja sér miða á næstu sýningar hér fyrir neðan.
Leikstjórn:
Tómas Helgi Baldursson
Tónlist eftir:
Gaetano Donizetti
Íslensk þýðing:
Sólveig Sigurðardóttir
Lengd:
2 klst
Verð;
5.300 kr
Don Pasquale:
Ragnar Pétur Jóhannsson
Doktor Malatesta:
Áslákur Ingvarsson
Norina:
Sólveig Sigurðardóttir
Ernesto:
Þórhallur Auður Helgason
Tónlistarstjóri:
Sigurður Helgi
Sviðshreyfingar:
Bjartey Elín Hauksdóttir
Búningar:
Dögg Patricia Gunnarsdóttir
Lýsing:
Jóhann Friðrik Ágústsson

Gagnrýni