Rakarinn í Sevilla banner

Fyrir langalöngu síðan,
í landi langt, langt í burtu… Spáni.
Hinn ungi Almaviva greifi fær í lið með sér
rakarann knáa Figaro og þúsundþjalakvartett hans
til að bjarga Rosinu
úr klóm illmennisins Bartolo…


Óperan Rakarinn í Sevilla er eftir ítalska tónskáldið Rossini, byggir á sögu franska leikskáldsins Beaumarchais og fjallar um Spánverja. Í meðförum Óðs verður hún flutt á íslensku, í glænýrri þýðingu hópsins, svo skaft þessa landfræðilega og menningarlega suðupotts lengist enn frekar. Óperan hefur frá frumsýningu 1816 notið fádæma hylli og er eitt ástsælasta verk óperubókmenntanna.

Óður er Listhópur Reykjavíkur 2024, hefur unnið til Grímuverðlauna fyrir starf sitt og verið tilnefndur sem flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Frumraun hópsins leit dagsins ljós í október 2021 í Þjóðleikhúskjallaranum og hefur hópurinn síðan sýnt yfir 40 sýningar af þremur uppfærslum sínum þar; Ástardrykknum, Don Pasquale og Póst-Jóni. 

Rakarinn í Sevilla er fyrsta sýning hópsins í Sjálfstæðissalnum. Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði.
 

 Frumsýning er 1. desember 2024.
Leikstjórn:
Tómas Helgi Baldursson
Tónlist eftir:
Gioachino Rossini
Þýðing og handrit:
Sólveig Sigurðardóttir &
Þórhallur Auður Helgason
Tónlistarstjórn:
Sævar Helgi Jóhannsson
Verð:
8.900 kr
Figaro:
Áslákur Ingvarsson
Almaviva:
Þórhallur Auður Helgason
Rosina:
Sólveig Sigurðardóttir
Bartolo:
Ragnar Pétur Jóhannsson
Rakarakvartettinn:
Karl Hjaltason
Gunnar Thor Örnólfsson
Þorkell Helgi Sigfússon
Philip Barkhudarov
Lýsing:
Jóhann Friðrik Ágústsson
Hönnun plakats:
Atli Sigursveinsson