Bakhjarlar Óðs

Við höfum ákveðið verkefni okkar næstu tvö árin og fimm ára planið okkar er smám saman að taka á sig mynd. Hluti af því plani er að komast á þann stað að við séum ekki alfarið upp á opinbera styrki komin.

Ef 0,1% Íslendinga myndi styrkja okkur um 2500 kr. á mánuði, þá myndi starfsemi okkar ekki aðeins bera sig á þeim bakhjörlum, heldur hafa svigrúm til að stækka.

Með því að gerast bakhjarl Óðs, þá stuðlar þú að fjölbreyttri óperumenningu á Íslandi, styður við íslenskt þýðingarstarf og átt umfram allt okkar ævarandi þakklæti. Þar að auki er öllum bakhjörlum okkar boðið á sérstaka forsýningu hvers verkefnis.

Hægt er að skrá sig sem bakhjarl hér að neðan.

“Þessi sýning er fjörug og full af lífi, og góð skemmtun, líka fyrir fólk sem ekki þekkir vel til óperumenningar.”

Snæbjörn Brynjarsson

RÚV