Sigurður Helgi nam píanóleik hjá Ingibjörgu Pálsdóttur og Elinborgu Sigurgeirsdóttur við Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga og hjá dr. Marek Podhajski, Daníel Þorsteinssyni og Aladár Rácz við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann lauk framhaldsprófi þaðan vorið 2004. Ásamt fyrrnefndum kennurum var píanóleikarinn Guðjón Pálsson frá Vestmannaeyjum einn hans helsti áhrifavaldur og fyrirmynd á mótunarárum.
Árið 2008 hélt Sigurður Helgi til framhaldsnáms við Berklee College of Music í Boston þar sem hann lagði stund á djasspíanóleik, hljómsveitarstjórn og tónsmíðar fyrir kvikmyndir. Meðal kennara hans voru hljómsveitarstjórinn Isaiah Jackson og píanóleikararnir Neil Olmstead og Bob Winter. Hann lauk þaðan B.M. gráðu summa cum laude árið 2011.
Eftir að heim kom hefur Sigurður Helgi starfað jöfnum höndum sem klassískur og rytmískur píanóleikari ásamt því að stjórna kórum, kenna, útsetja og semja tónlist í frístundum. Hann var meðal annars um skeið rytmískur píanókennari og meðleikari við Listaskóla Mosfellsbæjar. Þá hefur hann komið að söngleikja- og óperuuppfærslum hjá áhuga- og atvinnuleikfélögum og komið fram á tónleikum víða sem djasspíanisti, meðleikari, stjórnandi og hljómsveitarmeðlimur.
Sigurður Helgi hefur frá árinu 2018 gegnt fullri stöðu sem píanóleikari og kennari við Söngskólann í Reykjavík og sem stjórnandi Karlakórs Kópavogs frá hausti 2022.
Leikstjóri
Sópransöngkona og þýðandi
Tenórsöngvari og formaður Óðs
barítónsöngvari
bassasöngvari
Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.
+354 551-1200
odur@odur.is