Sólveig Sigurðardóttir

Sópransöngkona og þýðandi

Sólveig Sigurðardóttir

Sólveig Sigurðardóttir stundaði nám í píanóleik frá unga aldri. Hún nam síðan óbóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lék á óbó m.a. með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hóf söngnám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar hjá Jóni Þorsteinssyni árið 2006 og lauk þaðan prófi í kórstjórn 2009. Hún lauk B.Mus. í klassískum söng frá Het Utrechts Conservatorium í Hollandi 2013 þar sem kennarar hennar voru Jón Þorsteinsson og Charlotte Margiono, og stundaði einnig söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Hlín Pétursdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur. Vorið 2018 lauk hún meistaragráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) frá Listaháskóla Íslands, með söng sem aðalfag. Hún hefur einnig sótt fjölda námskeiða í söng, kórstjórn, leiklist og dansi.

Í janúar 2018 hlaut hún 2. verðlaun og áhorfendaverðlaunin í söngkeppninni Vox Domini. Hún var meðal fjögurra söngvara sem valdir voru til að taka þátt í Nordic masterclass hjá Gittu-Mariu Sjöberg og Jorma Panula í Sønderborg í Danmörku í júní 2019. Sólveig hélt tónleika í sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í ágúst 2019 og söng einsöngshlutverk í Carmina burana með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í nóvember 2019.

Sólveig söng hlutverk Adinu í fyrstu uppfærslu Óðs, Ástardrykknum, í Þjóðleikhúskjallaranum á leikárinu 2021-2022 og syngur hlutverk Norinu í næstu uppfærslu hópsins, Don Pasquale.

Sólveig starfar sem söngkona, söngkennari og kórstjóri, auk þess að stunda þýðingar og útsetningar.

Þórhallur Auður Helgason

Tenórsöngvari og formaður Óðs

Áslákur Ingvarsson

barítónsöngvari

Sigurður Helgi

Tónlistarstjóri