Tómas Helgi Baldursson

Leikstjóri

Tómas Helgi Baldursson

Tómas Helgi útskrifaðist af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2019 og með BA í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2021.

 Hann hefur starfað sjálfstætt sem leikstjóri og sviðshöfundur frá útskrift en einnig sem sýningarstjóri í Kassanum og Kúlunni í Þjóðleikhúsinu frá árinu 2016. 

Árið 2021 leikstýrði Tómas Helgi Ástardrykknum, eftir Gaetano Donizetti, í Þjóðleikhúskjallaranum og einnig How to make love to a man í Borgarleikhúsinu. 

Hann leikstýrði, ásamt Helga Grími Hermannssyni, barnaóperunni „Konan og Selshamurinn” sem fékk tilnefningu til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins í opnum flokki og var sýnd í Hörpu og Salnum í Kópavogi árið 2020. 

Hann hefur einnig leikstýrt verkunum Ausa (Mengi 2020), Hvernig breytti Birgitta lífi sínu? Svona (Tjarnarbíó 2020) og ásamt Helga Grími Hermannssyni leikstýrði hann og skrifaði leikritin sem voru sett upp af Listafélagi Verzlunarskóla Íslands og Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð árið 2021. 

Tómas Helgi leikstýrði og skrifaði, ásamt Níelsi Thibaud Girerd, verkinu Slagwerk sem var sýnd á völdum stöðum á landsbyggðinni. 

Tómas hefur einnig starfað sem aðstoðarleikstjóri á verkunum Heimkoman (Þjóðleikhúsið 2015), Vi må Snakke om Faust (Þjóðleikhúsið í Osló 2018) og Istan (Tjarnarbíó 2019).

Sólveig Sigurðardóttir

Sópransöngkona og þýðandi

Þórhallur Auður Helgason

Tenórsöngvari og formaður Óðs

Áslákur Ingvarsson

barítónsöngvari

Sigurður Helgi

Tónlistarstjóri