Tómas Helgi útskrifaðist með BA af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2019 og með BA í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2021. Hann hefur starfað sjálfstætt sem leikstjóri og sviðshöfundur frá útskrift.
Vorið 2024 leikstýrði hann sýningunni Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíói og var sýningin tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir leikstjórn ársins, leikara ársins, leikrit ársins og sem sýning ársins.
Tómas hefur starfað sem leikstjóri Óðs frá stofnun og leikstýrði sýningunum Ástardrykkurinn, Don Pasquale og Póst-Jón í Þjóðleikhúsinu.
Önnur verkefni sem hann hefur leikstýrt eru meðal annars barnaóperan Konan og selshamurinn, How to make love to a man í Borgarleikhúsinu, Ausa í Mengi og Hvernig breytti Birgitta lífi sínu? Svona í Tjarnarbíói og ásamt Helga Grími Hermannssyni leikstýrði hann og skrifaði leikritin sem voru sett upp af Listafélagi Verzlunarskóla Íslands árið 2020 og Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð árið 2021.
Hlutverk í uppsetningum Óðs:
ÁSTARDRYKKURINN
– Leikstjóri
DON PASQUALE
– Leikstjóri
PÓST-JÓN
– Leikstjóri
RAKARINN Í SEVILLA
– Leikstjóri
Framkvæmdastjóri
Sópran
Formaður
Tenór
Verkefnastjóri
Baritón
Meðstjórnandi
Bassi
Tónlistarstjóri
+354 615-4545
+354 849-4566
odur@odur.is