Póst-Jón

Póst-Jón er íslensk staðfæring Óðs á gamanóperunni Le postillon de Lonjumeau eftir franska tónskáldið Adolphe Adam sem var frumsýnd í París 1836 við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Hún hefur síðan þá ekki notið þeirra vinsælda sem hún á skilið en hún gerir grín að óperuforminu á hátt sem aðeins sönnum óperuunnanda gæti tekist. Óperan fjallar um póstmanninn Jón sem býðst skyndilega að flytjast til Danmerkur til að gerast óperusöngvari en þarf þá fyrirvaralaust að yfirgefa eiginkonu sína Ingibjörgu sem hann gekk að eiga fyrr sama dag. Tíu árum síðar hittast þau aftur í Kaupmannahöfn með ófyrirséðum afleiðingum.


Póst-Jón poster
Leikstjórn:
Tómas Helgi Baldursson
Tónlist eftir:
Adolphe Adam
Þýðing og handrit:
Sólveig Sigurðardóttir og
Þórhallur Auður Helgason
Þýðing aríu Bísjú:
Ragnar Pétur Jóhannsson
Jón:
Þórhallur Auður Helgason
Ingibjörg:
Sólveig Sigurðardóttir
Bísjú:
Ragnar Pétur Jóhannsson
Greifi:
Áslákur Ingvarsson
Tónlistarstjóri:
Sigurður Helgi
Sviðshreyfingar:
Bjartey Elín Hauksdóttir
Lýsing:
Jóhann Friðrik Ágústsson
Hönnun plakats:
Atli Sigursveinsson

Gagnrýni