
„Viðburður sem enginn má missa af“
Jón Viðar Jónsson
„Hér eru engir amatörar á ferð eða unglingar að spreyta sig, nei þau eru öll flínkir tónlistarmenn og söngvarar og ekki nóg
La bohème eftir Puccini er ein dáðasta ópera allra tíma. Áhorfendur fylgja sex ungum listamönnum meðan heit ástríða þeirra fyrir lífinu lætur undan köldum raunveruleikanum. Það er aldrei til eldiviður í kamínuna og það snjóar inn um gat í loftinu. Rík af orðaforða, fátæk af öðrum forða. Södd af ást og vináttu en að öðru leyti hungurmorða.
Óperan er í senn drepfyndin og hádramatísk og býr yfir ógleymanlegri tónlist. La bohème verður fyrsta verk Óðs með hljómsveit og í gegnum það samstarf birtist þessi saga á látlausan máta, þar sem örlagaþráður tónlistarinnar upphefur rómantík lífsins og tjáir tilfinningadrama ástar, sorgar og vináttu með þeirri marglaga dýpt sem óperu einni er lagið.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Borgarleikhúsið og er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði sviðslistafólks, Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði.
Jón Viðar Jónsson
„Hér eru engir amatörar á ferð eða unglingar að spreyta sig, nei þau eru öll flínkir tónlistarmenn og söngvarar og ekki nóg
Jónas Sen, Fréttablaðið
„Nálægðin á laugardagskvöldið gerði að verkum að söngur allra var auðskiljanlegur, og maður skellti upp úr hvað eftir annað. Útkoman var hreint
Silja Aðalsteinsdóttir, TMM
“Stóri kosturinn við þessa uppsetningu og þá fyrri er íslenski textinn sem flytur efnið alveg upp í fangið á manni. Það er
+354 615-4545
+354 849-4566
odur@odur.is