La bohème

La bohème eftir Puccini er ein dáðasta ópera allra tíma. Áhorfendur fylgja sex ungum listamönnum meðan heit ástríða þeirra fyrir lífinu lætur undan köldum raunveruleikanum. Það er aldrei til eldiviður í kamínuna og það snjóar inn um gat í loftinu. Rík af orðaforða, fátæk af öðrum forða. Södd af ást og vináttu en að öðru leyti hungurmorða. 

Óperan er í senn drepfyndin og hádramatísk og býr yfir ógleymanlegri tónlist. La bohème verður fyrsta verk Óðs með hljómsveit og í gegnum það samstarf birtist þessi saga á látlausan máta, þar sem örlagaþráður tónlistarinnar upphefur rómantík lífsins og tjáir tilfinningadrama ástar, sorgar og vináttu með þeirri marglaga dýpt sem óperu einni er lagið.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Borgarleikhúsið og er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði sviðslistafólks, Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði.

Leikstjórn:
Tómas Helgi Baldursson
Tónlist eftir:
Giacomo Puccini
Þýðing og handrit:
Sólveig Sigurðardóttir og
Þórhallur Auður Helgason
Tónlistarstjóri:
Sævar Helgi Jóhannsson
Rodolfo:
Þórhallur Auður Helgason
Mimi:
Sólveig Sigurðardóttir
Marcello:
Áslákur Ingvarsson
Musetta:
Bryndís Guðjónsdóttir
Colline:
Ragnar Pétur Jóhannsson
Schaunard:
Gunnlaugur Bjarnason
Benoit / Alcindor:
Níels Thibaud Girerd
Búninga- og leikmyndahönnun:
Helga I. Stefánsdóttir
Hönnun plakats:
Atli Sigursveinsson
Sviðshreyfingar:
Bjartey Elín Hauksdóttir
Lýsing:
Jóhann Friðrik Ágústsson

Gagnrýni