Sævar Helgi Jóhannsson er starfandi tónskáld, kennari og píanóleikari. Hann hóf tónlistarnám sitt í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og FÍH áður en hann fór í LHÍ þar sem hann tók BA gráðu í Tónsmíðum. Samhliða gráðunni fékk Sævar píanótíma hjá Kjartani Valdemarssyni og Eyþóri Gunnarssyni.
Eftir útskrift starfaði Sævar við hin ýmsu verkefni ásamt því að kenna, þ.á.m. samdi hann frumsamda tónlist fyrir leikhúsuppfærslur og stuttmyndir, vann lagasmiðjur og tónlistarverkefni með fólki í endurhæfingu og gaf út fimm plötur með sinni eigin tónlist (bæði undir fyrra listamannsnafni sínu S.hel og núverandi listamannsnafni Sævar Jóhannsson). Sjötta platan er í fullum undirbúningi og fær að líta dagsins ljós á næsta ári.
ÁSTARDRYKKURINN
– Píanóleikari
PÓST-JÓN
– Píanóleikari
RAKARINN Í SEVILLA
– Tónlistarstjóri
– Píanóleikari
LA BOHÈME
– Tónlistarstjóri
– Útsetning tónlistar fyrir hljómsveit
– Píanóleikari
Leikstjóri
Framkvæmdastjóri
Sópran
Formaður
Tenór
Verkefnastjóri
Baritón
Meðstjórnandi
Bassi