Þórhallur Auður Helgason

formaður
Tenór

Þórhallur Auður Helgason

Þórhallur hóf nám á píanó hjá Kristni Erni Kristinssyni og fiðlunám hjá Helgu R. Óskarsdóttur við tónlistarskólann Suzuki Allegro þegar hann var 6 ára. Píanónáminu hélt hann áfram hjá Mörthu Brickman í Vancouver og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur við tónlistarskóla FÍH til ársins 2010. Söngnám hóf hann árið 2011 undir leiðsögn Þórunnar Guðmundsdóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði þar til ársins 2017 þegar hann fluttist til Vínarborgar. Þar stundaði hann framhaldsnám við tónlistarháskólann Musik und Kunst hjá Manfred Equiluz. Eftir að hafa flutt heim sótti hann tíma hjá Jóni Þorsteinssyni og hefur í seinni tíð sótt tíma hjá Sólveigu Sigurðardóttur.

Þórhallur er stofnmeðlimur sönghópsins Kyrju og hefur sungið með margvíslegum hópum hérlendis. Hann er einnig meðlimur alþjóðlegra sönghópa á borð við Anúna og M’ANAM.

Samhliða þessu hefur Þórhallur stundað nám við Háskóla Íslands í tölvunarfræði. Hann hefur unnið að þróun nýrra reiknirita í lífupplýsingafræði hjá Háskóla Íslands og California Institute of Technology og stundar nú mastersnám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands með áherslu á lífupplýsingafræði.


Hlutverk í uppsetningum Óðs:

ÁSTARDRYKKURINN
           – Nemorino

DON PASQUALE
           – Ernesto

PÓST-JÓN
           – Jón Guðmundsson / Monsenjör Fuglesang
           – Handrit og leikgerð

RAKARINN Í SEVILLA
           – Almaviva greifi
           – Handrit, þýðing og leikgerð

Sólveig Sigurðardóttir

Framkvæmdastjóri
Sópran

Áslákur Ingvarsson

Verkefnastjóri
Baritón

Ragnar Pétur Jóhannsson

Meðstjórnandi
Bassi