
„Yndisleg nánd og dýpt í La bohème“
Steingerður Steinarsdóttir
„Listamennirnir sem mynda Óð eru líka einstaklega færir. Þeim tekst á undraverðan hátt að ná kjarnanum úr þeim óperuverkum sem þau kjósa að
La bohème eftir Puccini er ein dáðasta ópera allra tíma. Áhorfendur fylgja sex ungum listamönnum meðan heit ástríða þeirra fyrir lífinu lætur undan köldum raunveruleikanum. Það er aldrei til eldiviður í kamínuna og það snjóar inn um gat í loftinu. Rík af orðaforða, fátæk af öðrum forða. Södd af ást og vináttu en að öðru leyti hungurmorða.
Óperan er í senn drepfyndin og hádramatísk og býr yfir ógleymanlegri tónlist. La bohème verður fyrsta verk Óðs með hljómsveit og í gegnum það samstarf birtist þessi saga á látlausan máta, þar sem örlagaþráður tónlistarinnar upphefur rómantík lífsins og tjáir tilfinningadrama ástar, sorgar og vináttu með þeirri marglaga dýpt sem óperu einni er lagið.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Borgarleikhúsið og er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði sviðslistafólks, Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði.

Steingerður Steinarsdóttir
„Listamennirnir sem mynda Óð eru líka einstaklega færir. Þeim tekst á undraverðan hátt að ná kjarnanum úr þeim óperuverkum sem þau kjósa að

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
„Ég fagna því innilega að það sé kominn metnaðarfullur hópur sem að setur upp dáðar óperur á íslensku og það í svona

Silja Aðalsteinsdóttir
„Það er lofsvert af Óði að dekra við aðdáendur sína með því að leggja vinnu í vandaða þýðingu og hefur orðið öðrum fyrirmynd.“

Trausti Ólafsson
„Textarnir sem Sólveig og Þórhallur Auður leggja söngvurunum í munn eru skínandi vel samdir og áhorfendur skilja hvert orð sem sungið er. [La

Magnús Lyngdal Magnússon
„Liðsmenn Óðs eru til fyrirmyndar. Sýningar Óðs hafa fest sig rækilega í sessi“