Áslákur Ingvarsson hefur frá útskrift úr Konunglegu konservatóríunni í Antwerpen árið 2022 verið áberandi í íslensku tónlistarlífi ásamt því að afla sér reynslu erlendis. Hann komið fram í mörgum sjálfstæðum óperusýningum hérlendis t.d. með Sviðslistahópnum Óði, Kammeróperunni, Sambandinu Óperukompaní og Óperudögum og hlaut tilnefningu sem Söngvari ársins á Grímunni 2024 fyrir Póst-Jón í uppfærslu Óðs.
Áslákur þreytti frumraun sína í Evrópu í ágúst 2024 sem Dr. Malatesta í uppsetningu Opera Classica Europa á Don Pasquale í Schloss Braunfels í Þýskalandi, þar sem hann deildi sviðinu með heimsfræga bandaríska tenórnum John Osborn í hlutverki Ernesto.
Sem virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi hefur Áslákur komið fram á fjölda tónleika og tónleikaraða, auk þess að taka þátt í frumflutningi nýrra íslenskra tónverka, þar á meðal Passíu eftir Ingibjörgu Ýr fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara.
Áslákur hefur sterk tengsl við sviðslistir og veitir bakgrunnur hans sem hljóðhönnuður og tæknimaður í leikhúsi honum einstaka sýn í starfi sínu. Fjölbreyttur bakgrunnur hans inniheldur einnig bakkalárpróf í raftónsmíðum frá Sonology-stofnuninni í Den Haag.
Leikstjóri
Framkvæmdastjóri
Sópran
Formaður
Tenór
Meðstjórnandi
Bassi
Tónlistarstjóri
+354 615-4545
+354 849-4566
odur@odur.is