Áslákur Ingvarsson

Verkefnastjóri
Baritón

Áslákur Ingvarsson

Áslákur Ingvarsson lauk bakkalárnámi af söngbraut tónlistardeildar Listaháskóla Íslands vorið 2021 og postgraduate námi úr söngdeild Konunglegu konservatóríunnar í Antwerpen haustið 2022. 

Nýverið söng hann hlutverk Il Commendatore í uppfærslu Konunglegu konservatóríunnar í Antwerpen á Don Giovanni eftir Mozart, hlutverk Marcello í uppfærslu La Musica Lirica á La Bohème eftir Puccini og hlutverk Ben í uppfærslu Sambandið Óperukompaní á óperunni Síminn eftir Menotti.

Áslákur hlaut fyrstu verðlaun í háskólaflokki í söngkeppni Vox Domini árið 2020 og viðurkenningu Halldórs Hansen fyrir framúrskarandi námsárangur árið 2021.