„Viðburður sem enginn má missa af“

Jón Viðar Jónsson

„Hér eru engir amatörar á ferð eða unglingar að spreyta sig, nei þau eru öll flínkir tónlistarmenn og söngvarar og ekki nóg með það; þau eru líka góðir leikarar og kunna að þræða þennan gullna meðalveg sem reynist svo oft vandfundinn í óperunni: að láta leikinn og túlkunina líkt og spretta fram úr söngnum þannig að hvorugt yfirtekur hitt.“

„Óður endurtekur leikinn“

Silja Aðalsteinsdóttir, TMM

“Stóri kosturinn við þessa uppsetningu og þá fyrri er íslenski textinn sem flytur efnið alveg upp í fangið á manni. Það er sérstaklega brýnt í gamanóperum þar sem maður þarf helst að vita nákvæmlega hvað gengur á. Ekki er verra þegar þýðingin er eins vel ort og skemmtileg og hér.”