Rakarinn í Sevilla

Frumsýning 1. desember 2024 í
Sjálfstæðissalnum við Austurvöll

Fyrsti hluti sögunnar um Figaro, Almaviva, Rosinu og Bartolo er í meðförum Rossinis ein ástsælasta gamanópera sögunnar. Reyndustu fræðingar um óperuna mega þó búast við ýmsu óvæntu í þessu nýjasta útspili Óðs, þar sem rakarakvartett, rússneskir rógberar og önnur stef á villigötum koma við sögu.

Sjálfstæðissalurinn við Austurvöll breytist í spænskt hefðarsetur skúrksins Bartolo rétt í tæka tíð fyrir jólin, svo fólk getur sparað sér flugfarið út í heitu löndin. Tryggðu þér miða í tæka tíð!

Póst-Jón

Þriðja sýning Óðs snýr aftur á svið í apríl 2025!

Gunnar hét maður er kallaður var póstur. Var hann af öllum talinn hinn álitlegasti, myndarlegasti og raddfegursti póstur á öllu landinu. Er hann nú úr sögunni. 

Nú víkur sögunni vestur. Póstmaður er nefndur Jón og var af mörgum talinn hinn ásættanlegasti, einkum af eiginkonu sinni, Ingibjörgu, en kostir hans voru þeim sameiginlegt áhugamál. Það var einhverju sinni að maður konungs var staddur á Íslandi og heyrði Jón syngja. Fór svo að Jón afréð að flytjast til Kaupinhafnar og gjörðist þar konunglegur tenór. Svo mjög taldi Jón þau Ingibjörgu af einum hug að honum láðist að láta hana vita af þessum vendingum. Þannig vill til að Kaupinhöfn liggur að sjónum, eins og hafnir gjarnan gera, svo það er aldrei að vita nema Ingibjörg finni Jón sinn í fjöru.

 

Venju­leg óperu­upp­færsla getur ekki boðið upp á aðra eins ná­lægð og maður upp­lifði hér […] Út­koman var hreint út sagt ó­gleyman­leg skemmtun.

Jónas Sen

Fréttablaðið