Á Menningarnótt 2024, þann 24. ágúst, hélt Óður viðburð sem sló heimsmet í sögu óperuflutnings. Yfir rúmlega 10 klukkustunda óperumaraþon flutti hópurinn allar þrjár óperur sínar til þess tíma í Þjóðleikhúskjallaranum. Póst-Jón hófst kl. 13:00 en að henni lokinni hófst Don Pasquale kl. 16:30 og loks lauk dagskránni á Ástardrykknum kl. 20:30. Kynnir kvöldsins var nýráðinn óperustjóri Óðs, Níels Thibaud Girerd, sem leiddi áhorfendur inn í hverja sögu með sínum einstaka hætti og hélt lífi áhorfenda gangandi í hléum.
Þrenningarnótt vakti athygli út fyrir landsteinana en hún var heimsmet í flutningi ópera í fullri lengd frá einum og sama hópnum á einum degi. Þessa yfirlýsingu staðfesti Guinness heimsmetabók og rataði viðburðurinn á borð OperaWire, þó minna færi fyrir umfjöllun hérlendis. Þjóðleikhúskjallarinn var troðfullur yfir daginn en reglulega gafst fólki tækifæri að eftirláta sæti sitt þeim sem úti biðu í röð. Dagskrá lauk svo rétt fyrir flugeldasýningu Menningarnætur. Bæklinginn fyrir Þrenningarnótt má sækja á rafrænu formi hér.
Ljósmyndir úr sal frá góðum gestum: