Á Menningarnótt 2023, þann 19. ágúst, flutti Óður sína fyrstu söngskemmtun sem ekki var eiginleg sýning. Nasasjón af óperu var 2 klukkustunda tónleikaviðburður sem þræddi áhorfendur gegnum margar frægustu perlur óperusögunnar. Valgerður Helgadóttir var kynnir tónleikanna og leiddi áhorfendur inn í sögu hverrar óperu, tímabilið sem hún var samin inn í og þau stefja sem mörkuðu hana. Í kjölfarið flutti Óður lykilsenur úr verkunum – í íslenskri þýðingu.

Viðburðurinn var skref í því markmiði hópsins að fella niður múrana umhverfis óperuformið og leyfa því að tala til nútímaáhorfenda á sama hátt og það gerði á fyrstu frumsýningu. Stefnuskrá sína og áform til komandi ára skrifuðu þau í efnisskrána sem fylgdi viðburðinum en þess má geta að hópurinn stendur enn við allt sem þar stendur. Efnisskrána má sækja á rafrænu formi hér og textabæklinginn með þýðingum hópsins má sækja hér.

Ljósmyndir: Ólafur Björn Tómasson