„Viðburður sem enginn má missa af“
Jón Viðar Jónsson
„Hér eru engir amatörar á ferð eða unglingar að spreyta sig, nei þau eru öll flínkir tónlistarmenn og söngvarar og ekki nóg með það; þau eru líka góðir leikarar og kunna að þræða þennan gullna meðalveg sem reynist svo oft vandfundinn í óperunni: að láta leikinn og túlkunina líkt og spretta fram úr söngnum þannig að hvorugt yfirtekur hitt.“
„Búktalandi óperusöngvari og farsakennd atburðarás“
Jónas Sen, Fréttablaðið
„Nálægðin á laugardagskvöldið gerði að verkum að söngur allra var auðskiljanlegur, og maður skellti upp úr hvað eftir annað. Útkoman var hreint út sagt ógleymanleg skemmtun.“
„Óður endurtekur leikinn“
Silja Aðalsteinsdóttir, TMM
“Stóri kosturinn við þessa uppsetningu og þá fyrri er íslenski textinn sem flytur efnið alveg upp í fangið á manni. Það er sérstaklega brýnt í gamanóperum þar sem maður þarf helst að vita nákvæmlega hvað gengur á. Ekki er verra þegar þýðingin er eins vel ort og skemmtileg og hér.”
„Á morgun mun hún elska mig!“
Silja Aðalsteinsdóttir, TMM
“Þetta unga fólk syngur svo vel að ekki þarf að kvíða óperuflutningi á Íslandi í framtíðinni. … öll fjögur eru fínir leikarar sem tjá allar þessar ruglingslegu tilfinningar eins og þau skilji þær djúpum skilningi. Það verður enginn svikinn af ferð í Þjóðleikhúskjallarann.”
Kátlegar kvonbænir
Þorgeir Tryggvason, MBL
“Þetta er vægast sagt frábærlega heppnað hjá Óði. Það má ekki á milli sjá hvert þeirra nýtur sín best. … Það er afslöppuð en orkurík leikgleði í öllum framgangi flytjendanna. … Í uppfærslu Sviðslistahópsins Óðs fær Donizetti allt sem hann verðskuldar og áhorfendur allt sem þeir þurfa. Fallegan söng, fölskvalausa leikgleði og aðgang að gríninu.”
Ópera frá nítjándu öld sem er enn fyndin í dag
Snæbjörn Brynjarsson, RÚV
“Þessi sýning er fjörug og full af lífi, og góð skemmtun, líka fyrir fólk sem ekki þekkir vel til óperumenningar.”